Skilmálar

Fyrirvari
Allar upplýsingar á cupfeel.is (birgðastaða, verð o.fl.) eru birtar með fyrirvara um villur. Cupfeel áskilur sér réttinn að hafna pöntunum eða breyta afhendingartíma ef nauðsyn krefur.

Gagnavistun
Cupfeel mun geyma öll gögn sem kaupandi hakar í við kaup á vöru/m. Cupfeel mun ekki deila þessum gögnum til þriðja aðila í samræmi við persónuverndarlög.

Afhending vöru
Öllum pöntunum er dreift af Dropp. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vöru frá Dropp. Skilmálar Dropp eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins.

Skilafrestur
Ekki er boðið upp á skil á vörum Cupfeel á grundvelli þess að seldar eru orkuduft blöndur ætlaðar til neyslu. Þetta er gert sem varúðarráðstöfun.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn í samræmi við lög um neytendaábyrgð.

Birt verð
Cupfeel áskilur sér réttinn á verðbreytingum innan netverslunar án sérstaks fyrirvara við neytendur.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni innihalda virðisaukaskatt og reikningar sömuleiðis.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem kaupandi velur.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Tölvupóstar og fleira þess háttar úr kerfum okkar kunna að nota persónuupplýsingar á borð við búsetu, aldur, netfang eða viðskiptasögu (þessi listi er ekki tæmandi), til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima póstlistans okkar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir póstlista geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun slíkra upplýsinga.

Neysla duftblöndunnar
Það er á ábyrgð neytanda að lesa sér til um innihaldsefni Cupfeel (allar bragðtegundir). Ef neytandi kann að upplifa ofnæmisviðbrögð eða önnur álíka líkamleg viðbrögð (uppkast, niðurgangur, ógleði o.s.frv.) er það á ábyrgð neytandans.
Ath. að ef um gallaða vöru er að ræða er það á ábyrgð Cupfeel að afturkalla þær vörur.

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Cupfeel (Cupfeel ehf.)  áskilur sér allan rétt.
Kennitala: 7101230200
Netfang: samuel@cupfeel.is

Við kaup á vöru er kaupandi að samþykkja alla ofangreinda skilmála.

Um Okkur

Við vorum orðin þreytt á ''hollum orkudrykkjum'' sem létu okkur skjálfa, crasha og voru fullir af aukaefnum sem við vissum varla hvað voru.

Við vissum að það hlýtur að vera betri leið – og þannig fæddist Cupfeel.